Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hafður fyrir rangri sök

Hafður fyrir rangri sök

Fyrir unga lesendur

Hafður fyrir rangri sök

JÓSEF – 2. HLUTI

Leiðbeiningar: Finndu þér hljóðlátan stað áður en þú leysir þetta verkefni. Þegar þú lest ritningarstaðina skaltu ímynda þér að þú sért á staðnum. Sjáðu atburðina fyrir þér. Hlustaðu á raddirnar. Hugleiddu hvernig sögupersónunum var innanbrjósts. Leyfðu frásögunni að lifna við.

Aðalpersónur: Jósef, Pótífar og eiginkona hans.

Samantekt: Jósef er hnepptur í fangelsi fyrir rangar sakir en Jehóva er með honum.

1 SKOÐAÐU SÖGUSVIÐIÐ. – LESTU 1. MÓSEBÓK 39:7, 10-23.

Hvaða tilfinningar gefur raddblær konu Pótífars til kynna þegar hún ásakar Jósef ranglega?

․․․․․

Lýstu fangelsinu eins og þú ímyndar þér það.

․․․․․

Hvers konar meðferð þurfti Jósef að þola í fangelsinu til að byrja með? (Vísbending: Sjá Sálm 105:17, 18.)

․․․․․

2 KAFAÐU DÝPRA.

Hvaða röngu ályktanir hefði Jósef getað dregið þegar hann var í fangelsinu ef hann hefði verið veikur í trúnni? (Vísbending: Sjá Jobsbók 30:20, 21.)

․․․․․

Hvernig vitum við að Jósef ásakaði ekki Jehóva fyrir þjáningarnar? (Vísbending: Sjá 1. Mósebók 40:8; 41:15, 16.)

․․․․․

Hvaða eiginleikar heldurðu að hafi hjálpað Jósef að þola þessa óréttlátu fangavist? (Vísbending: Lestu og hugleiddu þessi vers: Míka 7:7; Lúkas 14:11; Jakobsbréfið 1:4.)

․․․․․

Hvaða þjálfun fékk Jósef í fangelsinu og hvernig getur hún hafa gagnast honum síðar á ævinni? (Vísbending: Sjá 1. Mósebók 39:21-23; 41:38-43.)

․․․․․

3 NOTAÐU ÞAÐ SEM ÞÚ LÆRÐIR. SKRIFAÐU HJÁ ÞÉR HVAÐ ÞÚ HEFUR LÆRT UM . . .

Blessunina sem fylgir því að vera þolgóð.

․․․․․

Þjálfunina sem þú getur fengið þegar þú þarft að þola erfiðleika.

․․․․․

Stuðning Jehóva í prófraunum.

․․․․․

ANNAÐ SEM ÞÚ GÆTIR VELT FYRIR ÞÉR.

Hefurðu einhvern tíma lent í aðstæðum þar sem þú varst hræddur og einmana? Hvernig heldurðu að Jehóva hafi hjálpað þér meðan á því stóð? (Vísbending: Lestu og hugleiddu 1. Korintubréf 10:13.)

․․․․․

4 HVAÐ Í ÞESSARI FRÁSÖGU HAFÐI MEST ÁHRIF Á ÞIG OG HVERS VEGNA?

․․․․․

Hægt er að finna meira biblíutengt efni á www.watchtower.org og www.isa4310.com.