Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ilbusca/E+ via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Hvers vegna getur fólk ekki lifað saman í friði? – Hvað segir Biblían?

Hvers vegna getur fólk ekki lifað saman í friði? – Hvað segir Biblían?

 Þjóðarleiðtogum og alþjóðastofnunum hefur ekki tekist að koma á friði. Núna eru blóðug átök algengari en nokkru sinni frá því að síðari heimsstyrjöldin geisaði. Um tveir milljarðar – eða um fjórðungur jarðarbúa – búa á slíkum átakasvæðum.

 Hvers vegna geta menn ekki komið á friði? Hvað segir Biblían?

Þrjár ástæður fyrir því að menn geta ekki komið á friði

  1.  1. Fólk temur sér viðhorf sem kemur í veg fyrir að það reyni að stuðla að friði. Biblían sagði fyrir að á okkar tímum myndu „menn verða eigingjarnir, elska peninga, verða montnir, hrokafullir … ótrúir … ósáttfúsir … hafa enga sjálfstjórn, grimmir … þverir, yfirlætisfullir.“ – 2. Tímóteusarbréf 3:2–4.

  2.  2. Menn geta hvorki sem einstaklingar né sem heild leyst vandamál sín án hjálpar skaparans, Jehóva a Guðs. Biblían segir: „Það er ekki mannsins að velja leið sína. Hann getur ekki einu sinni stýrt skrefum sínum á göngunni.“ – Jeremía 10:23.

  3.  3. Heimurinn er á valdi ills og öflugs valdhafa, Satans Djöfulsins, sem „afvegaleiðir alla heimsbyggðina“. (Opinberunarbókin 12:9) Á meðan „allur heimurinn er á valdi hins vonda“ verða stríð og átök hluti af tilverunni. – 1. Jóhannesarbréf 5:19.

Hver getur komið á friði?

 Biblían fullvissar okkur um að friði verði komið á en þó ekki af mannavöldum heldur að Guð ætli að koma honum á.

  •   „‚Ég veit vel hvað ég hef í hyggju fyrir ykkur,‘ segir Jehóva, ‚að veita ykkur frið en ekki óhamingju. Ég vil gefa ykkur von og góða framtíð.‘“ – Jeremía 29:11.

 Hvernig ætlar Guð að uppfylla þetta loforð? „Guð, sem veitir frið, mun bráðlega kremja Satan.“ (Rómverjabréfið 16:20) Hann mun nota himneska stjórn, sem Biblían kallar „ríki Guðs“, til að koma á heimsfriði. (Lúkas 4:43) Jesús Kristur er konungur í þessu ríki og undir hans stjórn á fólk eftir að læra að lifa saman í friði. – Jesaja 9:6, 7.

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.