Hoppa beint í efnið

Hvers vegna er svona erfitt að koma á heimsfriði?

Hvers vegna er svona erfitt að koma á heimsfriði?

Svar Biblíunnar

 Tilraunir manna til að koma á friði í heiminum hafa mistekist og munu gera það áfram af ýmsum ástæðum:

  •   „Enginn maður ræður för sinni, enginn stýrir skrefum sínum á göngunni.“ (Jeremía 10:23) Mönnunum var ekki áskapaður sá hæfileiki eða réttur að stjórna sér sjálfir. Þar af leiðandi geta þeir ekki komið á varanlegum friði.

  •   „Treystið eigi tignarmönnum, mönnum sem enga hjálp geta veitt. Þegar öndin skilur við þá verða þeir aftur að moldu og áform þeirra verða að engu.“ (Sálmur 146:3, 4) Þjóðarleiðtogar geta ekki fundið varanlega lausn á grundvallarorsökum styrjalda, ekki einu sinni þeir sem hafa fullan hug á því.

  •   „Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Menn verða ... grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir, framhleypnir, drambsamir.“ (2. Tímóteusarbréf 3:1-4) Við lifum á „síðustu dögum“ þessa illa heims. Ríkjandi tíðarandi gerir það erfitt að koma á friði.

  •   „Vei sé jörðunni og hafinu því að djöfullinn er stiginn niður til yðar í miklum móð því að hann veit að hann hefur nauman tíma.“ (Opinberunarbókin 12:12) Athafnasvið djöfulsins, óvinar Guðs, hefur verið takmarkað við jörðina og hann reynir að fá fólk til að vera eins grimmt og hann sjálfur. Við getum aldrei búið við frið meðan hann er ,höfðingi þessa heims‘.– Jóhannes 12:31.

  •   „[Guðsríki] mun eyða öllum þessum ríkjum [sem eru andsnúin Guði] og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu.“ (Daníel 2:44) Guðsríki, en ekki einhver ríkisstjórn manna, mun uppfylla ósk okkar um varanlegan heimsfrið. – Sálmur 145:16.