Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JenkoAtaman/stock.adobe.com

HALTU VÖKU ÞINNI

Ástæður til að vera vongóður á árinu 2023 – hvað segir Biblían?

Ástæður til að vera vongóður á árinu 2023 – hvað segir Biblían?

 Við vonumst öll eftir því að árið 2023 verði gott fyrir okkur og fjölskyldur okkar. Hvers vegna getum við verið vongóð?

Biblían gefur von

 Biblían færir þær góðu fréttir að vandamálin sem við glímum við núna séu stundleg og muni bráðlega taka enda. Biblían var reyndar ‚skrifuð til að við gætum lært af því og haldið voninni vegna þeirrar huggunar sem Ritningarnar veita.‘Rómverjabréfið 15:4.

Von sem getur hjálpað þér núna

 Von Biblíunnar getur verið eins og „akkeri fyrir líf okkar“. (Hebreabréfið 6:19, neðanmáls) Þessi von getur veitt okkur stöðugleika. Hún hjálpar okkur að takast á við núverandi erfiðleika, vera jákvæð og finna varanlega hamingju.

  •   Sjáðu hvernig vonin sem Biblían gefur hjálpaði manni sem glímdi við áfengisfíkn. Horfðu á myndbandið Ég var mjög óhamingjusamur.

  •   Sjáðu hvernig vonin sem Biblían gefur getur hjálpað þegar við missum ástvin. Horfðu á myndbandið Huggun fyrir syrgjendur.

Styrktu von þína

 Margir reyna að vera bjartsýnir á framtíðina en geta ekki verið vissir um að vonir þeirra rætist. Því er öðruvísi farið með loforð Biblíunnar vegna þess að þau eru frá Jehóva Guði a sjálfum, en „hann getur ekki logið“. (Títusarbréfið 1:2) Jehóva er sá eini sem hefur mátt til að standa við allt sem hann lofar. Hann getur gert „allt sem hann vill“. – Sálmur 135:5, 6.

 Við vonum að þú njótir góðs af þeirri áreiðanlegu von sem Biblían gefur. Þú getur byggt upp traust á þessa von með því að ‚rannsaka Ritningarnar‘. (Postulasagan 17:11) Láttu reyna á það með því að prófa ókeypis biblíunámskeið með kennara. Byrjaðu árið 2023 bjartsýnn á framtíðina!

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.