Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HJÁLP FYRIR SYRGJENDUR

Besta hjálpin fyrir syrgjendur

Besta hjálpin fyrir syrgjendur

MARGAR RANNSÓKNIR HAFA VERIÐ GERÐAR UNDANFARIN ÁR UM ÁSTVINAMISSI OG SÁRSAUKANN SEM FYLGIR HONUM. En eins og við höfum séð eru bestu ráð sérfræðinga oft í samræmi við forna speki sem er að finna í Biblíunni. Það sýnir vel hversu sígildar leiðbeiningar Biblíunnar eru. Biblían hefur þó að geyma meira en áreiðanleg ráð. Í henni eru upplýsingar sem hvergi er annars staðar að finna og geta veitt syrgjendum ómetanlega huggun.

  • Fullvissa um að látnir ástvinir okkar þjáist ekki

    „Hinir dauðu vita ekki neitt,“ segir Biblían í Prédikaranum 9:5. „Áform þeirra verða að engu.“ (Sálmur 146:4) Biblían líkir dauðanum við friðsælan svefn. – Jóhannes 11:11.

  • Það er huggun í því að trúa á ástríkan Guð

    Í Sálmi 34:16 í Biblíunni segir: „Augu Drottins hvíla á réttlátum og eyru hans gefa gaum að hrópi þeirra.“ Þegar við tjáum tilfinningar okkar í bæn til Guðs gerum við meira en að létta á hjartanu og ná tökum á hugsunum okkar. Við myndum sterkt samband við skaparann sem notar mátt sinn til að hugga okkur.

  • Bjartari framtíð í vændum

    Sjáðu fyrir þér tímann þegar hinir látnu verða reistir upp til lífs hér á jörðinni. Biblían talar margoft um þann tíma. Hún lýsir hvernig ástandið á jörðinni verður þá og segir að Guð muni „þerra hvert tár af augum [okkar]. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.“ – Opinberunarbókin 21:3, 4.

Margir sem trúa á Jehóva * Guð fá aukinn styrk til þess að takast á við sorgina vegna þess að þeir eiga von um að sjá látna ástvini sína á ný. Til dæmis segir Ann sem missti manninn sinn eftir 65 ára hjónaband: „Biblían gefur mér fullvissu um að látnir ástvinir okkar þjáist ekki og að Guð muni reisa upp alla þá sem hann geymir í minni sínu. Þegar hugsanir um missinn herja á mig beini ég huganum að voninni og þannig fæ ég styrk til þess að takast á við það erfiðasta sem ég hef upplifað á ævinni.“

Tiina, sem vitnað var í fyrr í þessu blaði, segir: „Ég hef fundið fyrir stuðningi Guðs allt frá því að Timo dó. Jehóva hefur svo sannarlega rétt mér hjálparhönd í erfiðleikum mínum. Ég er í engum vafa um að loforð Biblíunnar varðandi upprisuna rætist. Það veitir mér styrk til þess að halda út þar til ég hitti Timo aftur.“

Skoðanir þeirra enduróma skoðanir milljóna annarra sem eru sannfærðir um áreiðanleika Biblíunnar. Jafnvel þó að þér finnist fullyrðingar Biblíunnar óraunhæfar eða tóm óskhyggja ættirðu að kynna þér hvort ráð hennar og loforð séu áreiðanleg. Kannski kemstu á þá skoðun að Biblían sé besta hjálpin fyrir syrgjendur.

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞÁ VON AÐ SJÁ LÁTNA ÁSTVINI AFTUR.

Leitaðu að myndskeiðum um þetta málefni á jw.org/is.

Biblían lofar framtíð þar sem við munum taka á móti ástvinum sem hafa dáið.

HVAÐ GERIST VIÐ DAUÐANN?

Hvað verður um okkur þegar við deyjum? Skýrt svar Biblíunnar veitir huggun og von.

Sjá BÓKASAFN > MYNDBÖND. (Flokkur: BIBLÍAN)

VILTU HEYRA GLEÐIFRÉTTIR?

Hvar má finna góðar fréttir þar sem svo mikið er um slæmar fréttir?

Sjá BIBLÍAN OG LÍFIÐ > FRIÐUR OG HAMINGJA.

^ gr. 10 Jehóva er nafn Guðs samkvæmt frummálum Biblíunnar.