Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Hondúras

Heimsókn til Hondúras

HONDÚRAS merkir „dýpi“ á spænsku. Vera má að Kristófer Kólumbus hafi notað þetta orð til að lýsa hafinu Atlantshafsmegin við Hondúras. Sumir segja að þannig hafi landið fengið nafn sitt.

Hondúrar leggja mikið upp úr sterkum fjölskylduböndum og samvinnu innan fjölskyldunnar. Hjón taka oftar en ekki mikilvægar ákvarðanir í sameiningu, eins og ákvarðanir sem varða útgjöld heimilisins eða menntun barnanna.

Flestir Hondúrar eru mestísar en svo kallast afkomendur Evrópubúa og frumbyggja. Enn er að finna frumbyggja í landinu svo sem chortí-þjóðflokkinn. Aðrir Hondúrar eiga rætur að rekja annað, þar á meðal garífuna-þjóðflokkurinn.

Tónlistarmaður af garífuna-þjóðflokknum spilar á trommu.

Garífuna-þjóðflokkurinn er kominn af Afríkumönnum og Karíbum sem bjuggu á Sankti Vinsent-eyju. Í kringum árið 1797 kom þessi þjóðflokkur til Flóaeyja (Islas de la Bahía) og settist þar að. Síðar meir fluttust þeir yfir á meginland Mið-Ameríku meðfram strönd Karíbahafsins. Þaðan dreifðust þeir síðan til annarra svæða í Mið- og Norður-Ameríku.

Fólk af garífuna-þjóðflokknum er mikið fyrir að dansa fjörugan dans við taktfastan trommuleik. Það klæðist gjarnan litríkum fötum sem eiga rætur í menningu þeirra. Rík hefð er fyrir því að segja sögur og borða mat eins og ereba (stóra pönnuköku úr kassavarót).

Í Hondúras eru um 400 söfnuðir Votta Jehóva. Samkomur eru haldnar á spænsku en einnig á ensku, garífuna, hondúrsku táknmáli, mandarín og miskito.

Ereba, stór pönnukaka úr kassavarót.