Hoppa beint í efnið

Er ætlast til að ég verði vottur Jehóva ef ég kynni mér Biblíuna með þeim?

Er ætlast til að ég verði vottur Jehóva ef ég kynni mér Biblíuna með þeim?

 Nei. Enginn er skuldbundinn til þess. Milljónir manna hafa ánægju af að kynna sér Biblíuna með Vottum Jehóva en verða ekki endilega vottar Jehóva. a Tilgangur námsins er að sýna þér hvað Biblían kennir. Þú ákveður sjálfur hvernig þú notar þekkinguna. Við gerum okkur grein fyrir að trúin er persónuleg ákvörðun hvers og eins. – Jósúabók 24:15.

Má ég nota mína eigin Biblíu á námskeiðinu?

 Já. Við notum gjarnan Nýheimsþýðingu Biblíunnar sem er á nútímalegu máli. Hún er til að hluta á íslensku. Þér er velkomið að fá eintak af henni endurgjaldslaust en þú getur einnig notað þína eigin biblíu. Langflestar þýðingar koma að góðum notum við að kynnast vonarboðskap Biblíunnar.

Hvers vegna leiðbeinið þið fólki við biblíunám sem tekur síðan ekki trú ykkar?

  •   Við kennum öðrum það sem við höfum lært fyrst og fremst vegna kærleika okkar til Jehóva Guðs. Hann vill að við gerum það. (Matteus 22:37, 38; 28:19, 20) Að okkar mati er mesti heiður, sem hægt er að hlotnast, að vera „samverkamenn Guðs“ og hjálpa fólki að kynnast orði hans. – 1. Korintubréf 3:6-9.

  •   Við erum líka knúin af kærleika til náungans. (Matteus 22:39) Við höfum ánægju af að segja öðrum frá þeim stórkostlegu sannindum sem við höfum lært. – Postulasagan 20:35.

a Árið 2023 héldum við 7.281.212 biblíunámskeið í hverjum mánuði og stundum tóku margir þátt í sama námskeiði. Samt voru aðeins 269.517 skírðir sem vottar Jehóva þetta ár.