Hoppa beint í efnið

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Tunga kattarins

Tunga kattarins

 Heimiliskettir eru þekktir fyrir að snyrta sig. Þeir nota allt að fjórðung þess tíma sem þeir vaka í snyrtingu. Þeir geta þrifið sig svo vel vegna einstakrar gerðar tungunnar.

 Hugleiddu þetta: Tunga kattarins er þakin 290 nöbbum, smáum broddum sem vísa aftur og eru um það bil jafn stífir og fingurnögl. Hver broddur er með rás sem fyllist af munnvatni um leið og kötturinn setur tunguna í munninn. Þegar kötturinn sleikir feldinn fara broddarnir í gegnum hárin og skilja eftir munnvatn á húðinni.

Stækkuð mynd af broddum.

 Tunga kattarins getur smurt um 48 millilítrum af munnvatni á skinnið og feldinn á hverjum degi. Munnvatnið inniheldur efnahvata sem brjóta niður skaðleg efni. Þegar munnvatnið gufar upp hjálpar það auk þess kettinum að kæla sig sem er nauðsynleg því að kettir eru með fáa svitakirtla.

 Ef broddur á tungunni rekst á hárflækju fer hann dýpra í feldinn af auknum krafti og leysir flækjuna. Auk þess má vera að broddarnir örvi skinnið þegar kötturinn snyrtir sig. Vísindamenn líktu eftir eiginleikum tungu kattarins þegar þeir bjuggu til tilraunahárbursta. Það þarf minna afl til að greiða hár með burstanum en með venjulegum hárbursta og það er auðveldara að hreinsa hann. Auk þess greiðir hann úr flækjum. Vísindamennirnir telja að tunga kattarins gæti hjálpað þeim að þróa betri leiðir til að hreinsa loðið yfirborð. Einnig getur verið að hún hjálpi þeim að bæta aðferðir til að bera áburð eða lyf á húð sem er þakin hári.

 Hvað heldur þú? Þróaðist tunga kattarins? Eða býr hönnun að baki?