Hoppa beint í efnið

Hvað segir Biblían um hjónaband fólks af ólíkum kynþáttum?

Hvað segir Biblían um hjónaband fólks af ólíkum kynþáttum?

Svar Biblíunnar

 Guð hefur ekkert á móti hjónabandi karls og konu af mismunandi kynþáttum því að í augum hans eru allir kynþættir jafnir. Biblían segir: „Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“ – Postulasagan 10:34, 35.

 Skoðaðu fleiri meginreglur úr Biblíunni sem tengjast jafnrétti kynþátta og hjónabandi.

Allir kynþættir eiga sameiginlegan uppruna

 Allir menn eru afkomendur fyrsta mannsins Adams og eiginkonu hans Evu, en í Biblíunni er hún kölluð „móðir allra sem lifa“. (1. Mósebók 3:20) Þess vegna segir Biblían um Guð: „Hann skóp og af einum allar þjóðir manna.“ (Postulasagan 17:26) Allt mannkynið tilheyrir einni og sömu fjölskyldunni óháð kynþætti. En hvað er til ráða ef mikið er um kynþáttafordóma eða stéttaskiptingu þar sem þú býrð?

Skynsamt fólk leitar ráða

 Þótt Guð hafi ekkert á móti hjónabandi fólks af mismunandi kynþáttum eru ekki allir á sama máli og hann. (Jesaja 55:8, 9) Ef þú hefur í hyggju að giftast einhverjum af öðrum kynþætti ættir þú og tilvonandi maki þinn að ræða saman um eftirfarandi atriði:

  •   Hvernig ætlið þið að takast á við þrýsting sem þið gætuð orðið fyrir frá samfélaginu eða fjölskyldunni?

  •   Hvernig ætlið þið að hjálpa börnunum ykkar að takast á við fordóma?

 Ef þið ræðið þessi mál stuðlið þið að því að hjónaband ykkar verði farsælt. – Orðskviðirnir 13:10; 21:5.