Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Leggðu biblíubækurnar á minnið (1. hluti)

Leggðu biblíubækurnar á minnið (1. hluti)

Sækja:

  1. 1. 1. Mósebók – Segir hvernig paradís glataðist.

    2. Mósebók – Með sterkri hendi frelsaði Guð sitt fólk.

    3. Mósebók – Lög Guð sem hélt þeim heilögum hvern dag.

    4. Mósebók – Sumir komust ekki inn í Guðs land.

    5. Mósebók – Hlusta, hlýða öll við getum vel.

    Jósúabók – Hver fjölskylda fékk stað að búa á.

    Dómarabókin – Guðs kappar unnu mikil stórvirki.

    Rutarbók – Fékk fjölskyldu og heimili að gjöf.

    Fyrri Samúelsbók – Guð valdi trúan Davíð fyrir kóng.

    Síðari Samúelsbók – Synd og sorg á heimilinu hans.

    Fyrri Konungabók – Konungsríkið skiptist þar í tvennt.

    Síðari Konungabók – Margir vondir en nokkrir trúir menn.

    Fyrri Kroníkubók – Þeir lærðu’ af því sem áður hafði gerst.

    Síðari Kroníkubók – Vondir menn leiða þjóðina til falls.

    Esrabók – Sönn tilbeiðsla var endurreist á ný.

    Nehemíabók – Bætti borgina og múrana í kring.

    Esterarbók – Mætti hugrökk þegar rétti tíminn kom.

    Jobsbók – Trúfesti er dýrmæt í augum Guðs.

    Sálmarnir – Söngvarnir um kærleik Guðs og mátt.

    Orðskviðirnir – Viskan í þeim er alltaf sönn og trú.

    Prédikarinn – Við verðum glöð að þjóna Jehóva.

    Ljóðaljóðin – Sönn ást er alltaf traust og alltaf sterk.

    Jesaja – Hvernig lífið verður, Jesús völdin fær.

    (VIÐLAG)

    Biblían er allra bóka best.

    Þú manst hún er orð Jehóva, það sést.

    Á hverjum degi lestu og lærðu’ að hlýða vel.

    Biblían er allra bóka best.