Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HVERNIG ER HÆGT AÐ RJÚFA VÍTAHRING HATURS?

3 | Upprætum hatur úr huganum

3 | Upprætum hatur úr huganum

Biblían segir:

„Umbreytist með því að endurnýja hugarfarið svo að þið getið sannreynt hver sé hinn góði og fullkomni vilji Guðs og hvað honum sé þóknanlegt.“ RÓMVERJABRÉFIÐ 12:2.

Hvað merkir það?

Það skiptir Guð máli hvernig við hugsum. (Jeremía 17:10) Við þurfum að gera meira en forðast hatursfull orð og verk. Vítahringur haturs hefst í huganum og hjartanu. Þess vegna þurfum við að uppræta hvern vott af hatri þaðan. Aðeins þannig getum við ‚umbreyst‘ og rofið þennan vítahring.

Hvað getur þú gert?

Hugleiddu vandlega viðhorf þitt gagnvart öðrum – sérstaklega þeim sem eru af öðrum kynþætti eða þjóðerni. Spyrðu þig hreinskilnislega: „Hvernig lít ég á þá? Byggist viðhorf mitt á því sem ég hef sjálfur kynnst eða á fordómum?“ Forðastu samfélagsmiðla, kvikmyndir eða afþreyingarefni sem elur á hatri og ofbeldi.

Orð Guðs getur hjálpað okkur að brjóta niður hatursfullar hugsanir í huga og hjarta.

Það er ekki alltaf auðvelt að leggja hlutlægt mat á eigin hugsanir og tilfinningar. En orð Guðs getur hjálpað okkur að ‚dæma hugsanir og áform hjartans‘. (Hebreabréfið 4:12) Haltu því áfram að rannsaka Biblíuna. Berðu það sem hún kennir saman við viðhorf þín og gerðu þitt besta til að laga hugarfar þitt að meginreglum Biblíunnar. Orð Guðs getur hjálpað okkur að brjóta niður hatursfullar hugsanir sem eru eins og „sterkbyggð vígi“ í huga og hjarta. – 2. Korintubréf 10:4, 5.