Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fylgismenn nánast allra fjölmennustu trúarbragða heims trúa að sálin sé ódauðleg.

FORSÍÐUEFNI | HVAÐ SEGIR BIBLÍAN UM LÍFIÐ OG DAUÐANN?

Er líf eftir dauðann?

Er líf eftir dauðann?

FÓLK hefur mjög ólíkar hugmyndir um dauðann. Sumir telja að eftir dauðann muni þeir lifa áfram annars staðar og jafnvel í annarri mynd. Aðrir telja að þeir endurfæðist á öðru tilverusviði. Og enn aðrir trúa að ekkert taki við eftir dauðann.

Skoðanir manna á þessu málefni eru oft mótaðar af umhverfi þeirra og uppeldi. Er nokkurs staðar hægt að finna áreiðanleg svör við því hvað gerist við dauðann þar sem skoðanir fólks eru svo margvíslegar?

Í aldaraðir hafa trúarleiðtogar haldið á lofti þeirri kenningu að sálin sé ódauðleg. Fylgismenn nánast allra fjölmennustu trúarbragða heims – kristnir, hindúar, gyðingar, múslímar og fleiri – trúa að sálin sé ódauðleg og lifi áfram í andaheiminum eftir að líkaminn deyr. Búddistar trúa aftur á móti að með endurfæðingum muni lífs- og hugarorkan í manninum að lokum komast í ástand algleymis sem kallað er nirvana.

Slíkar kenningar hafa orðið til þess að flestir trúa að dauðinn opni leið að lífi í öðrum heimi. Í hugum margra er dauðinn því mikilvægur hluti af lífinu og virðist vera vilji Guðs. En hvað segir Biblían um málið? Svarið gæti komið þér á óvart. Við hvetjum þig til að lesa næstu grein.