Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sjónhimna augans

Sjónhimna augans

Býr hönnun að baki?

Sjónhimna augans

● Í sjónhimnu mannsaugans (einnig nefnd sjóna) eru um það bil 120 milljónir ljósnæmra frumna sem nema ljósgeisla og breyta þeim í taugaboð. Heilinn breytir síðan taugaboðunum í myndir. Þróunarfræðingar hafa haldið því fram að staðsetning sjónhimnunnar í augum hryggdýra sanni að augað hafi myndast við þróun en sé ekki hannað.

Hugleiddu þetta: Sjónhimnan í augum hryggdýra virðist snúa öfugt því að ljósnæmu frumurnar sitja aftan á henni en ekki að framan. Til að ná til þeirra þarf ljósið að fara gegnum nokkur lög af frumum. Þróunarlíffræðingurinn Kenneth Miller segir að „þetta fyrirkomulag dreifi ljósinu og geri sjónina óskýrari en hún gæti annars verið“.

Þróunarfræðingar halda því fram að það sé merki um slæma hönnun — eða öllu heldur enga hönnun — að sjónhimnan skuli snúa þannig. Vísindamaður nokkur talar um að hún sé „heimskulega öfugsnúin frá starfrænu sjónarmiði“. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að ljósnæmu frumurnar aftast í sjónhimnunni gætu ekki verið betur staðsettar því að þær liggja næst himnu sem kallast æðahimna, og hún sér sjónhimnunni fyrir súrefni og næringarefnum sem eru forsenda góðrar sjónar. Sumir sérfræðingar segja reyndar að sjónin væri mun lakari ef þetta frumulag lægi fyrir framan sjónhimnuna.

Það er sérlega hagstætt fyrir hryggdýr með smá augu að ljósnæmu frumurnar skuli liggja í aftanverðri sjónhimnunni. Prófessor Ronald Kröger við háskólann í Lundi í Svíþjóð segir: „Til að fá skarpa mynd þurfa ljósnemarnir að vera í vissri fjarlægð frá augasteininum. Það sparar mikilvægt pláss hjá hryggdýrum að nota þetta rými undir taugafrumur.“

Að auki má nefna að augað getur unnið fljótt og örugglega úr sjónrænum upplýsingum með því að þjappa taugafrumum sjónhimnunnar saman sem næst ljósnæmu frumunum.

Hvað heldurðu? Er sjónhimna augans illa úr garði gerð? Var það hrein tilviljun sem stjórnaði gerð hennar? Eða var hún hönnuð?

[Skýringarmynd á bls. 15]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

Ljósnæmar frumur

Ljós

Æðahimna

Ljós

Sjónhimna

Sjóntaug