Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vel heppnuð skurðaðgerð án blóðgjafar

Vel heppnuð skurðaðgerð án blóðgjafar

Vel heppnuð skurðaðgerð án blóðgjafar

Útgefendum blaðsins barst eftirfarandi bréf eftir útkomu Vaknið! í janúar-mars 2000 þar sem fjallað var um læknismeðferð án blóðgjafar.

„Þegar við hjónin fengum blaðið í hendur rifjuðust upp þeir erfiðleikar sem við lentum í með Janice, dóttur okkar. Skömmu eftir að hún fæddist greindist hún með fimm hjartagalla og sá alvarlegasti var þess eðlis að stóru æðarnar víxluðust. * Hún þurfti að gangast undir skurðaðgerð og við fundum barnahjartaskurðlækni í Buffalo í New York ríki sem var fús til að gera aðgerðina án blóðgjafar.

Janice gekkst undir fyrstu aðgerðina fjögurra mánaða gömul. Þetta var lokuð hjartaaðgerð til að draga úr blóðstreyminu til lungnanna. Fimm mánuðum síðar var gerð á henni önnur aðgerð. Þetta var opin hjartaaðgerð þar sem blóðstreyminu var breytt eins og það átti að vera. Báðar aðgerðirnar voru gerðar án blóðgjafar og tókust prýðilega.

Janice er 17 ára núna og stálhraust. Við erum þakklát hugrökkum skurðlæknum sem eru fúsir til að virða afstöðu okkar til blóðgjafa. Þeir eru svo sannarlega ‚brautryðjendur í læknavísindum‘ eins og þið kallið þá í janúarblaðinu. Blaðið spyr hvort skurðaðgerðir án blóðgjafar séu öruggur valkostur og við getum staðfest með sannfæringu að svo er!“

[Neðanmáls]

^ Hér er um það að ræða að ósæðin og lungnaslagæðin víxlast með þeim afleiðingum að súrefnisauðgað blóð berst aðeins til lungnanna í stað þess að berast út um allan líkamann. Greint var frá svipuðu tilfelli í Vaknið! í júlí-september 1986, bls. 19-21.

[Mynd á blaðsíðu 31]

Eftir aðgerðirnar.

[Mynd á blaðsíðu 31]

Janice með foreldrum sínum núna.