Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Francesco Carta fotografo/Moment via Getty Images

Einmanaleiki er vaxandi vandamál – hvað segir Biblían?

Einmanaleiki er vaxandi vandamál – hvað segir Biblían?

 Samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var á heimsvísu a finnur einn af hverjum fjórum til einmanaleika.

  •   „Félagsleg einangrun getur haft áhrif á hvern sem er, á hvaða aldri sem er og hvar sem er.“ – Chido Mpemba, aðstoðarformaður nefndar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á sviði félagslegra tengsla.

 Ólíkt því sem margir halda glímir ekki bara eldra fólk eða þeir sem eru einangraðir við einmanaleika heldur líka þeir sem eru ungir, heilsuhraustir, giftir og njóta velgengni. Félagsleg einangrun og einmanaleiki getur haft alvarleg áhrif á líkamlega og tilfinningalega heilsu fólks.

  •   „Einmanaleiki er mikið meira en slæm tilfinning,“ segir dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. Hann bætir við: „Áhrif félagslegrar einangrunar á dánartíðni er sambærileg áhrifum þess að reykja allt að 15 sígarettur á dag.“

Hvað segir Biblían?

 Skapari okkar vill ekki að við séum félagslega einangruð. Fyrirætlun Guðs hefur alltaf verið að mennirnir njóti ánægjulegs og góðs félagsskapar.

  •   Biblían segir: „Síðan sagði Jehóva Guð: ‚Það er ekki gott fyrir manninn að vera áfram einn.‘“ – 1. Mósebók 2:18.

 Guð vill að við ræktum samband við sig. Hann lofar að nálgast okkur þegar við leggjum okkur fram um að nálgast hann. – Jakobsbréfið 4:8.

  •   Biblían segir: „Þeir sem skynja andlega þörf sína eru hamingjusamir því að himnaríki tilheyrir þeim.“ – Matteus 5:3.

 Guð vill að við tilbiðjum hann með öðrum. Þegar við gerum það fáum við tilfinningalegan stuðning.

  •   Biblían segir: „Berum umhyggju hvert fyrir öðru svo að við hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka. Vanrækjum ekki samkomur okkar … heldur hvetjum hvert annað.“ – Hebreabréfið 10:24, 25.

 Lestu greinina „Loneliness in a World of Mass Connection“ til að sjá betur hvers vegna það er mikilvægt að vinna gegn einmanaleika.

a The Global State of Social Connections, eftir Meta og Gallup, 2023.