Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

TheCrimsonMonkey/E+ via Getty Images

Umhverfisvandamál – hvað mun Guðsríki gera?

Umhverfisvandamál – hvað mun Guðsríki gera?

 „Loftslagsváin sem við stöndum frammi fyrir stofnar fólki, borgum og vistkerfum í mikla hættu. Stormar, sem verða æ öflugri vegna lofslagsbreytinganna, leggja heimili fólks og lífsviðurværi í rúst víða um heim. Hlýnun sjávar hefur áhrif á vistkerfi hans og veldur því að margar tegundir sjávardýra eru í útrýmingarhættu.“ – Inger Andersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóri umhverfisáætlunar SÞ, 25. júlí 2023.

 Eiga ríkisstjórnir eftir að sameinast til að taka á þessum vanda sem hefur áhrif á alla jörðina? Eru þær færar um að veita varanlega lausn?

 Biblían bendir á stjórn sem getur og mun leysa öll umhverfisvandamál jarðar. Í henni stendur að ‚Guð himinsins muni stofnsetja ríki,‘ en þetta ríki mun taka stjórnina og leysa öll vandamál jarðar. (Daníel 2:44) Undir þessari alheimsstjórn munu hvorki menn né jörðin sjálf verða fyrir tjóni því að „enginn mun gera neitt illt né valda skaða“. – Jesaja 11:9.