Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Hvers vegna sundra stjórnmál fólki? – Hvað segir Biblían?

Hvers vegna sundra stjórnmál fólki? – Hvað segir Biblían?

 Um allan heim eru þjóðir stjórnmálalega sundraðar. Samkvæmt könnun árið 2022 á vegum Pew Research Center „segja 65% fullorðinna í 19 löndum sem tóku þátt í könnuninni að það sé mikill eða mjög mikill ágreiningur í landi sínu milli fólks sem styður mismunandi stjórnmálaflokka“.

 Hefur þú orðið var við að deilur vegna stjórnmála hafi aukist þar sem þú býrð? Hvers vegna gerist það? Er hægt að leysa þennan vanda? Sjáðu hvað Biblían segir.

Viðhorf sem sundra

 Biblían spáði því að á okkar tímum, sem hún kallar ‚síðustu daga‘, myndu margir hafa þannig viðhorf að þeir ættu mjög erfitt með að ná einingu.

  •   „Á síðustu dögum verða hættulegir og erfiðir tímar. Menn verða eigingjarnir … ósáttfúsir.“ – 2. Tímóteusarbréf 3:1–3.

 Stjórnvöld eiga erfitt með að ná árangri þrátt fyrir góða viðleitni margra til þess. Fólki með ólík sjónarmið finnst erfitt, eða jafnvel ómögulegt, að vinna saman að því að leysa vandamál. Afleiðingarnar staðfesta það sem Biblían sagði fyrir löngu.

  •   „Alla tíð hefur einn maður drottnað yfir öðrum honum til tjóns.“ – Prédikarinn 8:9.

 En Biblían bendir á lausnina – stjórn í höndum einhvers sem er fær um að uppræta þau vandamál sem hrjáir samfélög manna nú á dögum.

Hæfur stjórnandi sem lætur sér annt um fólk

 Biblían segir frá stjórnanda sem er einstaklega hæfur – Jesú Kristi. Hann hefur mátt, vald og löngun til að koma á einingu og friði fyrir alla.

  •   „Á hans dögum mun hinn réttláti blómstra og friðurinn verður allsráðandi.“ – Sálmur 72:7.

  •   „Allar þjóðir [skulu] þjóna honum.“ – Sálmur 72:11.

 Jesús er tilvalinn stjórnandi vegna þess að honum er annt um fólk og vill hjálpa því, sérstaklega fólki sem hefur orðið fyrir óréttlæti.

  •   „Hann bjargar hinum fátæka sem hrópar á hjálp, hinum bágstadda og þeim sem enginn hjálpar. Hann mun finna til með bágstöddum og snauðum og bjarga lífi fátækra. Hann frelsar þá undan kúgun og ofbeldi.“ – Sálmur 72:12–14.

 Lærðu meira um ríki Guðs, himneskt ríki þar sem Jesús stjórnar. Kynntu þér hvaða gagn þú getur haft af ríki Guðs og hvernig þú getur stutt þessa stjórn.