Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BalanceFormcreative/iStock via Getty Images Plus

Að takast á við einmanaleika með því að hjálpa öðrum – hvað segir Biblían?

Að takast á við einmanaleika með því að hjálpa öðrum – hvað segir Biblían?

 Um allan heim er fólk að glíma við einmanaleika og á erfitt með að tengjast öðru fólki. Sumir heilbrigðissérfræðingar segja að góð leið til að takast á við þessar tilfinningar sé að hjálpa öðrum.

  •   „Að hjálpa öðrum getur gefið lífi okkar gildi og hjálpað okkur að finnast við ekki eins einangruð eða fjarlæg öðru fólki.“ – Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna.

 Biblían gefur okkur hagnýt ráð um hvernig við getum hjálpað öðrum. Að fylgja þeim hjálpar okkur að takast á við einmanaleika.

Hvað getur þú gert?

 Vertu örlátur. Leitaðu tækifæra til að verja tíma með öðrum, sérstaklega í eigin persónu. Vertu fús til að deila því sem þú átt. Þegar þú gerir það er fólk líklegt til að sýna þakklæti og það ræktar vináttu.

  •   Meginregla Biblíunnar: „Gefið og fólk mun gefa ykkur.“ – Lúkas 6:38.

 Gefðu af sjálfum þér. Leitaðu leiða til að hjálpa þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika. Það gæti falið í sér að hlusta af samúð eða bjóðast til að létta undir með þeim.

  •   Meginregla Biblíunnar: „Sannur vinur elskar alltaf og er sem bróðir fæddur til að hjálpa á raunastund.“ – Orðskviðirnir 17:17, neðanmáls.

 Þú finnur frekari upplýsingar um hvernig má viðhalda góðri vináttu við aðra í greininni „Fjölskyldulíf og vináttubönd“.