Jesaja 33:1–24

  • Dómur og von handa réttlátum (1–24)

    • Jehóva er dómari, löggjafi og konungur (22)

    • Enginn mun segja: „Ég er veikur“ (24)

33  Ógæfa kemur yfir þig, þú eyðandi sem hefur ekki verið eytt,þú svikari sem hefur ekki verið svikinn! Þegar þú hefur lokið við að eyða verður þér eytt. Þegar þú hættir að svíkja verður þú svikinn.   Jehóva, sýndu okkur góðvild. Við vonum á þig. Vertu styrkur* okkar á hverjum morgni,já, bjargaðu okkur á neyðartímum.   Þjóðir leggja á flótta við mikinn gný,þegar þú ríst upp tvístrast þær.   Menn taka af ykkur herfang eins og gráðugar engisprettur,menn henda sér yfir það eins og engisprettusveimur.   Jehóva verður upphafinnþví að hann býr í hæðum uppi. Hann fyllir Síon rétti og réttlæti.   Hann veitir þér stöðugleika. Ríkuleg frelsun, viska, þekking og ótti við Jehóva– það er fjársjóður hans.   Hetjurnar* hrópa á götunum,friðarboðarnir gráta beisklega.   Þjóðvegirnir eru auðir,enginn gengur um stígana. Hann* hefur rofið sáttmálann,hann fyrirlítur borgirnar,hann virðir mennina* einskis.   Landið syrgir* og veslast upp. Líbanon er auðmýkt og er í upplausn. Saron er orðin eins og eyðimörkog Basan og Karmel fella laufin. 10  „Nú geng ég fram,“ segir Jehóva,„nú mun ég upphefja mig,nú sýni ég mátt minn. 11  Þið gangið með hey og fæðið hálm. Hugarfar ykkar eyðir ykkur eins og eldur. 12  Þjóðir verða eins og leifar af brenndu kalki. Þær verða brenndar upp til agna eins og upphöggnir þyrnar. 13  Þið sem eruð langt í burtu, heyrið hvað ég ætla að gera! Þið sem eruð í grennd, viðurkennið mátt minn! 14  Syndararnir í Síon eru skelfingu lostnir,ótti grípur fráhvarfsmennina: ‚Hver okkar getur búið nálægt eyðandi eldi? Hver getur búið hjá óslökkvandi logum?‘ 15  Sá sem gerir alltaf hið réttaog talar sannleika,sá sem hafnar óheiðarlegum og sviksamlegum ávinningi,sá sem leyfir ekki höndum sínum að þiggja mútur,sá sem heldur fyrir eyrun þegar talað er um blóðsúthellingarog lokar augunum til að sjá ekki hið illa, 16  hann mun búa á hæðunum,klettaborgirnar verða öruggt athvarf hans. Honum verður séð fyrir brauðiog hann mun aldrei skorta vatn.“ 17  Þú færð að sjá konung í allri sinni dýrð,þú sérð land í fjarska. 18  Í hjarta þínu hugsarðu til baka um* skelfinguna: „Hvar er ritarinn? Hvar er sá sem lét skattinn af hendi? Hvar er sá sem taldi turnana?“ 19  Aldrei framar muntu sjá þetta ósvífna fólk,þjóð sem talar óskýrt og óskiljanlegt mál,stamandi tungu sem þú botnar ekkert í. 20  Virtu fyrir þér Síon, borg hátíða okkar! Þú sérð Jerúsalem, friðsælt aðsetur,tjald sem verður ekki fært úr stað. Hælum þess verður aldrei kippt uppog ekkert af stögum þess slitið. 21  Þar mun Jehóva, hinn tignarlegi,vernda okkur eins og fljót og breiðir skurðir,þar sem enginn galeiðufloti fer umog engin tignarleg skip sigla. 22  Jehóva er dómari okkar,Jehóva er löggjafi okkar,Jehóva er konungur okkar. Það er hann sem frelsar okkur. 23  Stögin eru slök,þau geta hvorki haldið mastrinu í skorðum né þanið út seglið. Þá verður ríkulegu herfangi skipt,jafnvel haltir menn taka mikinn ránsfeng. 24  Enginn í landinu* mun segja: „Ég er veikur.“ Fólkið sem býr þar hefur fengið syndir sínar fyrirgefnar.

Neðanmáls

Orðrétt „armur“.
Greinilega er átt við hetjur Júda.
Átt er við óvininn.
Eða „dauðlegan mann“.
Eða hugsanl. „skrælnar“.
Eða „hugleiðir þú“.
Eða „íbúi“.